Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

föstudagur, desember 06, 2002

Helvítis, ég tapaði hinu sem ég var búinn að skrifa. Það var miklu djúphugsaðra en það sem ég er núna að skrifa. Hvað um það, hér er einkennissöngur Smala:

Smali, Smali, svo bragðgóður og frískandi (Smali, Smali)
Smali, Smali, orkusafinn hressandi
Smali, Smali, endurnærandi
Smali, Smali, einmitt handa mér.

Svo er hérna gamalt ljóð:

Um dauðann

Útförin hefur þegar farið fram
en þeim sem vilja
mynnast við hinn látna
er bent á uppgreftrarnefnd