Þessi einkennilega "frétt" var á forsíðu 24 stunda í dag:
"Átti kynmök við reiðhjól
Karlmanni hefur verið bætt á lista kynferðisafbrotamanna í Bretlandi, eftir að sást til hans hafa kynmök við reiðhjól í hótelherbergi í Ayr í Skotlandi. Hótelstjórinn lagði fram kæru eftir að starfsmenn höfðu gengið inn á manninn, þar sem hann hafði gyrt niður um sig og hreyfði mjaðmirnar fram og aftur á hjólinu...."
Ég verð bara að viðurkenna að ég skil ekki forsendu þess að kæra þetta athæfi eða að setja hann á lista yfir kynferðisbrotamenn. Ef maðurinn hefði verið með uppblásna dúkku, hefði hann þá líka verið kærður? Maðurinn er í sjálfu sér bara að fróa sér með hjálpartæki, þó það sé af óvenjulegu tagi, innan veggja síns eigin hótelherbergis. Þetta ætti því ekki að koma neinum við og alls ekki vera til þess fallið að setja manngreyið í flokk með nauðgurum og barnaníðingum. Ég skil reyndar ekki heldur afhverju þetta þykir forsíðufrétt og enn síður skil ég notkun orðsins kynmök í þessu tilfelli. Kannski getur einhver útskýrt þetta allt saman fyrir mér. Þess má geta að lásinn á hjólinu er inn, út, inn, inn, út.
1 Comments:
Þessi gaur á bara heima í fangelsi
Skrifa ummæli
<< Home