Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

miðvikudagur, júní 24, 2009

Áreiti

Ég er með merkingu í símaskránni sem á að aftra símasölumönnum frá því að hringja í mig. Samt var hringt í mig þegar ég var í sumarbústað um daginn til að bjóða mér áskrift að Stöð tvö og svo seinna í sömu viku að Morgunblaðinu (ekki það að sölumenn landsins viti hvenær ég er í sumarbústað eða ekki, það jók bara á minn pirring).
. Í gærkvöldi var hringt í gemsann minn. Í símanum var ungur maður sem sagðist heita Davíð eða Daði og vera að hringja frá DV. Samtal okkar var einhvern veginn svona:
Sæll, ég heiti Davíð og hringi frá DV. Hvað segirðu gott?
Hvað segi ég gott? Ertu að hringja til að spyrja mig að því?
Ehhh, nei, ég ætlaði að bjóða þér tilboð á DV.
Jæja, já. Ég hef bara engan áhuga á neinum tilboðum. Vertu sæll.
Lengra varð það samtal ekki. Fimm mínútum síðar vill hinsvegar svo til að síminn hringir aftur. Sami drengur er í símanum og fer með sömu rulluna. Ég stöðva hann í miðju orði og þá segir hann: Ó, var ég búinn að hringja í þig?
Já segi ég og spyr hann hvers vegna hann sé að hringja í mig í annað sinn mér til ónæðis þrátt fyrir merkinguna í símaskránni.
Ég má hringja í þig því þú ert á listanum mínum.
Nú, hvaða listi er það?
Það er svona listi frá DV afþví þú ert fyrrverandi áskrifandi.
Ég hef aldrei verið áskrifandi að DV og þó ég hefði verið það breytir það engu með leyfi til að ónáða mig.
Jú, því þú ert á listanum mínum.
Þá skellti ég á.

1 Comments:

Blogger Unknown said...

Ég fagna því alltaf þegar þetta fólk hringir í mig. En það er nú bara af því ég á enga vini og þetta er eina fólkið sem hringir.

11:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home