Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

föstudagur, júní 05, 2009



Það er einkennilegt að þegar fjölmiðlar fjalla um Susan Boyle er alltaf sagt að hún hafi tapað í hæfileikakeppninni Britain´s got talent, en þar varð hún í öðru sæti. Á sama tíma er verið að kynna heimildamyndina Gott silfur gulli betra um "sigur" handboltalandsliðsins og svo vann Jóhanna Guðrún náttúrulega annað sætið í Euróvisjón. Ekki er sama hvort það er útlendingur eða Íslendingar sem fjallað er um.
Fyrst minnst er á Boyle, þá væri gaman að sjá hvernig afkvæmi þessara tveggja hérna uppi myndi líta út.

1 Comments:

Blogger Björkin said...

Ertu viss um að þetta sé ekki eitthvað í líkingu við Michael og Latoyu? Þau sjást aldrei á sama stað og hinn listræni DO var ekki fyrr "horfinn" úr bankanum en "Susan Boyle" var farin að syngja um bárujárnshús við Bergþórugötuna til Símonar hins enska.

1:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home