Smali er einn sá mesti meðaljón sem um getur og getur þó hvergi Smala í fornum sögnum. Það tók Smala hinsvegar 31 ár að gera sér grein fyrir þessari staðreynd, því hann er maður (konur eru líka menn) sem lifir í þeirri blekkingu að veröldin hafi verið sköpuð fyrir hann og miðjan sé Smali. Nú er þetta ekki sjaldgæft í sjálfu sér, flestir eru naflar eigin alheims en munurinn liggur í því að lengi vel áttaði Smali sig ekki á því sem hinir virðast skilja innan í sér, þó þeir hugsi auðvitað samt fyrst og fremst um sig.
Smali er ekki afli alheimsins frekar en þessi síða, eða hvaða síða sem er, enda einkennilegt ef nafli alheimsins er ekki sýnilegur nema bara þeim sem hafa netaðgang. Netið samt með guðlega eiginleika á borð við að vera alviturt og óendanlegt (þó einhverjir spaugarar hafi reyndar sett endi internetsins upp).
Hvað um það. Þetta er að sjálfsögðu bara bull og það er hollt.
<< Home