Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

sunnudagur, desember 31, 2006

Áramót

Um áramót er gríðarlega vinsælt að líta um öxl eins og löggan sé á eftir manni. Árið sem er að kveðja var bara svo óspennandi og leiðinlegt á flestum sviðum að það tekur því ekki. Þegar æsilegustu atburðirnir sem rifjast upp í blöðum eru rokksöngskaraokekeppni í USA, langdregin kveðjustund Halldórs Ásgrímssonar og ölvunarakstur sveitts poppara er líklega betur við hæfi að rifja ekkert upp. Vonandi verður næsta ár aðeins æsilegra. Gleðilegt ár.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað með fall R-listans og sigur sjálfstæðismanna í borginni?

9:40 f.h.  
Blogger Smali said...

R-listinn sá náttúrulega um að fella sig sjálfur, svo það var lítið afrek í sjálfu sér að sigra þessar kosningar.

12:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Svona hugsunarháttur kallast nú þunglyndi af háu stigi.

11:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Af háu stigi segi ég!

8:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home