Ég hef lengi átt mér þann draum að fá að verða gamall, en það er víst ekkert sjálfgefið. Ef af því verður er stefnan hinsvegar að verða alveg eins og herramaðurinn hægra megin á myndinni. Félagi minn stefnir ótrauður á hinn. En hvað skyldu þessir herrar heita? Og hvor heitir hvað?
5 Comments:
Þeir heita gömlukallarnir á hliðarsvölunum í prúðuleikunum... og þeir heita það báðir
Halli og Haffi, er það ekki?
Þeir heita Ýmir og Ófeigur og eru frá Eskifirði. Ég var með þeim á vertíð veturinn 1958-9
Vona að ég eyðileggi ekki neitt fyrir þér núna:/
En ...... þeir heita Statler & Waldorf alias The two old guys in the balcony alias Grumpier old men.
Special talents: Heckling, complaining, being cantankerous. You got a problem with that!? Too bad! Get of the stage, you bum!!! Booo! Booo!
(lengi lifi goggle!!)
Inga
Þú ert klárust Inga. Statler er sá sem ég vil líkjast. Nöfn þeirra eru fengin að láni frá frægum hótelum. Þess má líka geta til gamans að Statler og Waldorf eru mágar, Astoria, systir Waldorfs, er kona Statlers.
Skrifa ummæli
<< Home