Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

mánudagur, febrúar 19, 2007


Litli bróðir er bestur.

Í gær var haldið Íslandsmót í kaffismökkun, þar sem keppendur þurftu að greina á milli 72 tegunda af misgóðu úrvalskaffi. Til að koma í veg fyrir handskjálfta og taugaveiklun var þeim góða sið við haldið sem þekkist úr vínsmökkun að hrækja eftir hverja smökkun. Skemmst er frá því að segja að uppáhalds litli bróðir minn gerði sér lítið fyrir og skildi á annan tug keppinauta eftir í rykmekki og smakkaði sig upp í að verða Íslandsmeistari í kaffismökkun 2007. Eftir áratugaferil sem sælkeri hefur hann gert áhugamál sitt að spennandi ferli. Til hamingju. Til glöggvunar er bróðir minn standandi á myndinni hér fyrir ofan.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nei frábært! Til hamingju með kauða! Nú þurfum við bara að redda æfingarhúsnæði og þá verður kannski eitthvað úr okkur líka!

Minntu mig á að fara í kaffi til Árna fljótlega.

11:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home