Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

föstudagur, janúar 12, 2007


Magni skilinn!!!

Magni Sæmundsson, Evrópumeistari í pípulögnum, og eiginkona hans, Friðmey Berndsen, hafa tekið þá sameiginlegu ákvörðun að skilja að borði og sæng. Að sögn Hrannars Péturssonar, upplýsingafulltrúa parsins, er ákvörðunin tekin af þeim báðum í sameiningu í kjölfar mikilla breytinga sem urðu á högum Magna í fyrra í kjölfar sigursins í Evrópukeppninni í Devon á Englandi. Þau hyggjast deila forræði yfir Poodletíkinni Queenbitch og ætla að reyna að láta skilnaðinn bitna sem minnst á henni. Það gæti þó reynst erfitt fyrir Magna, en eins og alþjóð veit hyggst hann reyna fyrir sér hjá einum þekktasta pípulagningameistara Finnlands, Lasse Nuurmi, og verður því á ferð og flugi næstu mánuði. Hér fyrir ofan eru Friðmey og Magni meðan allt lék í lyndi.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já ég hef heyrt að þetta sé allt vegna þess að úkraínska pípulagningardrottning Dilyanka og Magni vari farin að gera sér fulldælt hvort við annað. Sá það í einhverju blaði.

12:05 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mer finnst bara omurlegt ad tu sert ad gera grin ad Magna tegar hann a erfit.

12:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home