Frústrasjón
Ef mér leiðist eitthvað fólk, þá er það fólkið sem vafrar um moggabloggið fullt vandlætingar, bíðandi eftir næsta smámáli í hversdeginum til að æsa sig út af. Hvort sem það er hundur, eldgömul endurútgefin bók, ráðstefna klámframleiðenda, kosning bestu plötunnar á einhverju tímabili eða þvagleggsuppsetning einhverstaðar þá bara bla bla bla. Það hefur enginn neitt til málanna að leggja. Þetta er væntanlega sama fólkið og hangir í röð fyrir utan búðir sem eru alveg að fara að opna og finnst Spaugstofan fyndin (hvað gerir Ragnar Reykás næst?). Þetta er fólkið sem staðfestir orðtakið fólk er fífl. Allar fyrirsagnir og fréttatengingar frá þeim eru á borð við "Hrikalegt" , "Hvað er til ráða?" og "Hvað gerist næst?" Ohhhh. Þetta er óþolandi. Og versti hlutinn er þegar maður þarf að lesa þessi gáfukomment í blöðunum, dulbúin í smælki um álit fjöldans. Fokk off. Djöfulsins pakk út um allt, sem heldur að magn sé meira en gæði og að magn sé algjört æði. Og hver er mest lesna fréttin í dag?
3 Comments:
Síðast þegar ég gáði var það eitthvað um brjóstin á tennisstjörnu
Ég held að þú þurfir að fá þér eitthvað varanlegt á sálina félagi. Varstu þunnur þegar þú skrifaðir þetta?
Ég hef oft verið í betra skapi. Smá pirringur þarna.
Skrifa ummæli
<< Home