Giftist ekki hundi
Niðurstöður úr hlýðniprófi frúar og hunds voru að berast í hús. Hvorugt féll. Voffi fékk 8,9 í einkunn en konan 9,8 (skalinn var frá 0-10 svo það liggi ljóst fyrir).
Ég þarf því ekki að giftast hundinum, nema hann taki sig á og fari að krækja í 10 í prófum framtíðar.
2 Comments:
Ef ég væri konan þá myndi ég nú bara giftast hundinum og kasta þér út. Ég er viss um að þú næðir aldrei 8,9.
Uss, ekki koma með svona uppástungu. Frúin les þetta og gæti fengið hugljómun. En ég félli örugglega á svona prófi, læt illa að stjórn. Ekki bæta úr skák ofsafengin afbrýðiköst mín út í hundinn. Þegar konan lætur vel að hundinum finnst mér hún vera algjör tík.
Skrifa ummæli
<< Home