Afmæli
Í dag eiga tveir eðal tónlistarmenn afmæli. Dame Shirley Bassey er sjötíu ára. Þessi frábæra söngkona er líklega þekktust fyrir að vera eini tónlistarmaðurinn sem hefur sungið fleiri en eitt Bond-lag. Hún hefur sungið þrjú, Goldfinger, Diamonds are Forever og Moonraker.
Snillinn David Bowie hefur nú brugðið sér í gervi sextugs manns. Hann hefur aldrei sungið Bond-lag, en gert flest annað sem hægt er að láta sér detta í hug að einn tónlistarmaður taki upp á. Vonandi eiga þau bæði ánægjulegan afmælisdag. Annars er sorglegt að sjá að bæði mbl.is og visir.is skrifa um feril Bowies, en báðir pistlarnir eru þýddir beint upp úr alfræðibankanum wikipedia.org. Ekki get ég sagt að mér finnist það fyrirmyndarblaðamennska. Elvis Presley fæddist víst líka þennan dag árið 1935 og hefði því orðið 72 ára, en hann kaus frekar að lifa eftir slagorðinu "Better to blow up, than to fade away"
4 Comments:
Tvíburabróðir Presleys sem fæddist andvana, Jesse, hefði líka átt afmæli í dag. Ótrúleg tilviljun.
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Bowie er ömurlegur á ekkert betra skilið en beina þýðingu úr wikipedia
Elsku Sævar, svona ummæli eru þér bara til minnkunar.
Skrifa ummæli
<< Home