Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

föstudagur, nóvember 16, 2007

Dagur íslenskrar tungu
Ég er alltaf jafn ánægður með að þessi dagur sé yfirhöfuð haldinn hátíðlegur. Ég vona bara að þróunin verði ekki sú að eftir einhver ár eða áratugi verði þetta eini dagur ársins sem Íslendingar tali íslensku. Það verða samt að teljast jákvæð teikn á lofti líka, líklega hafa aldrei í sögunni verið jafn margir sískrifandi Íslendingar, bloggandi um allt og ekkert á móðurmálinu ylhýra og það sem meira er, fólk virðist lesa öll þessi skrif líka. Myndin er svo af ísraelskri tungu, ég átti enga sem sýndi stöðu þeirrar íslensku.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þu hefur alla vega farið réttu megin fram úr í dag

3:08 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home