Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

þriðjudagur, nóvember 04, 2008


Vandaðir krossar á leiði

Þessi smáauglýsing hefur vakið athygli mína í Fréttablaðinu undanfarið:
"Til sölu 12 volta leiðiskrossar með rafgeymi, einnig 24 volta og 32 volta vandaðir díóðuljósakrossar á leiði. Smásala. JS Ljósasmiðjan ehf Skemmuvegur 34, 200 kóp. S. 554 0661, 897 4996 & 699 2502."

Ég get eiginlega ekki hugsað mér neitt ósmekklegra en diskókross til að minnast látinna ástvina. Þetta á kannski við hjá Gibb-bræðrum en ekki öðrum.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

:)

12:47 f.h.  
Blogger Björkin said...

Ég væri alveg til í svona á mitt leiði ef ég væri dáin en mig langar raunar líka rosalega mikið í gerviborðjólatré með ljósleiðurum og risastórum skærbleikum haværósum..

1:28 e.h.  
Blogger Deeza said...

Ég verð að vera sammála - fátt myndi passa betur við þegar ég dansa mig út úr þessum heimi en bleikur blikkandi diskókross. Helst með mússík. Eða bara sleppa krossinum og hafa diskókúlu. Já, það væri osomm.

12:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home