Ég heyrði á spjall sérfræðings í uppeldismálum og útvarpskonu á leiðinni í vinnuna. Þau höfðu gríðarlegar áhyggjur af því að nú væru börn og unglingar alveg hætt að horfa á sjóvarpið. Þau væru bara á netinu og horfðu á þætti og bíómyndir þegar þeim sýndist í stað þess að bíða eftir að viðkomandi efni væri á dagskrá. Þegar ég var yngri hafði eldri kynslóðin áhyggjur af að sjónvarpið kæmi í veg fyrir bóklestur yngri kynslóðarinnar. Þessar áhyggjur eru hins vegar bara djók. Hvað er slæmt við að horfa ekki á sjónvarpið?
3 Comments:
Þegar ég var innan við skírn horfði ég á Stubbana, eða Telly Tubbies einsog þeir hétu víst en það þótti nógu gott í okkur krakkana í þá daga. Nú er öldin önnur. Núna geta fósturvísar orðið halað niður eins mörgum Telly Tubbies þáttum einsog þeir geta í sig látið og fengið þessu varpað inná legvegginn. Sei sei.
Bíddu bara eftir 2037 þegar fólk fer að kvarta yfir því að börn og unglingar séu alveg hætt að hlaða niður klámi af netinu.
Hí hí hí. Ég bíð spenntur
Skrifa ummæli
<< Home