Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

miðvikudagur, febrúar 11, 2009

Ég heyrði á spjall sérfræðings í uppeldismálum og útvarpskonu á leiðinni í vinnuna. Þau höfðu gríðarlegar áhyggjur af því að nú væru börn og unglingar alveg hætt að horfa á sjóvarpið. Þau væru bara á netinu og horfðu á þætti og bíómyndir þegar þeim sýndist í stað þess að bíða eftir að viðkomandi efni væri á dagskrá. Þegar ég var yngri hafði eldri kynslóðin áhyggjur af að sjónvarpið kæmi í veg fyrir bóklestur yngri kynslóðarinnar. Þessar áhyggjur eru hins vegar bara djók. Hvað er slæmt við að horfa ekki á sjónvarpið?

3 Comments:

Blogger Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir, heimsborgari said...

Þegar ég var innan við skírn horfði ég á Stubbana, eða Telly Tubbies einsog þeir hétu víst en það þótti nógu gott í okkur krakkana í þá daga. Nú er öldin önnur. Núna geta fósturvísar orðið halað niður eins mörgum Telly Tubbies þáttum einsog þeir geta í sig látið og fengið þessu varpað inná legvegginn. Sei sei.

11:33 e.h.  
Blogger Deeza said...

Bíddu bara eftir 2037 þegar fólk fer að kvarta yfir því að börn og unglingar séu alveg hætt að hlaða niður klámi af netinu.

10:40 f.h.  
Blogger Smali said...

Hí hí hí. Ég bíð spenntur

12:19 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home