Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

laugardagur, desember 13, 2008

Forræðishyggjan




Veröld/Fólk | AP | 12.12.2008 | 22:40
Obama hvattur til að hætta að borða ost

Ljóst er að mikið mun mæða á Barack Obama þegar hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar og bindindissamtök hafa nú bætt gráu ofan á svart með því að leggja fast að honum að hætta að borða ost í eitt skipti fyrir öll.

Samtök, sem berjast gegn ostaáti, hafa hvatt Obama til að venja sig algerlega af ostinum og sýna þannig landsmönnum að allt sé mögulegt í Bandaríkjunum. „Nýkjörni forsetinn er í aðstöðu til að hjálpa fólki að skilja að það er erfitt að hætta að borða ost og til að hvetja 43 milljónir ostæta í Bandaríkjunum til að fara að dæmi hans,“ sagði Cheryl Healton, formaður samtaka sem beita sér gegn ostáti meðal ungs fólks.

Í nýlegu sjónvarpsviðtali kom fram að Barack Obama hefur átt í erfiðleikum með að hætta að borða ost. Sjónvarpsmaðurinn Tom Brokaw spurði Obama að því hvort hann væri alveg hættur að borða ost og sagði hann hafa komið sér hjá því að svara þeirri spurningu í öðru viðtali. Obama svaraði að hann hefði hætt en bætti við: „Ég sagði að stundum hefði ég átt það til að falla.“

„Bíddu nú aðeins,“ sagði þá Brokaw. „Þetta þýðir að þú ert ekki hættur.“

„Það má segja það,“ svaraði Obama. „Ég myndi segja að ég hafi staðið mig vel miðað við aðstæður við að lifa miklu heilsusamlegra lífi. Og ég tel að þið eigið ekki eftir að sjá brot á þessum reglum í Hvíta húsinu,“ sagði hann og skírskotaði til þess að ostát hefur verið bannað í Hvíta húsinu.

Mörgum þótti þetta loðið svar því Obama lofaði ekki að hætta að borða ost utan Hvíta hússins. Og hann sagði ekkert um hvort hann kynni að borða ost í laumi í Hvíta húsinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home