Kosningar
Kannski kominn tími til að gera eitthvað. Bandaríkjamenn eru að staðfesta að þeir eru kjánar og þá er um að gera fyrir þá að hafa svoleiðis forseta. Smali er einmitt að fara til USA eftir fjóra daga og getur þá skoðað betur hversu vitlausir þeir eru þarna fyrir westan. Verst að þetta bitnar ekki bara á þeim, heldur á allri heimsbyggðinni. Ekki verður séð að þetta komi umhverfinu til góða og líklega verður haldið áfram að sniðganga alþjóðasamþykktir á öllum vígstöðvum eins og verið hefur, því Bush er náttúrulega hafinn yfir að þurfa að taka tillit til annars en eigin rassgats. Smali situr annars þreyttur í vinnunni og bölvar sjálfum sér fyrir að hafa vakað yfir þessari kosningavitleysu til kl. 3.00 í nótt, án þess að það hafi neitt verið að gerast mest allan tímann.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home