Ég veit ekki alveg afhverju, en stundum stend ég í þeirri trú að ég sé sérlega umhverfisvænn, bara vegna þess að ég fer með fernur og blöð í gáma. Það runnu því á mig tvær grímur þegar ég tók þetta próf og komst að því að ef allir á jörðinni höguðu sér eins og ég, þyrfti 3.6 jarðir til að standa undir þeirri sóun.
4 Comments:
Umhverfis-svín!! ég þarf ekki nema 2,3 jarðir undir mig og mína líka
Sama hjá mér.
Halli
Hvurslags sóði ertu drengur. Ég keyri daglega upp Akranes og til baka, einn í bíl, en þarf samt ekki nema 2,3 jarðir.
Ég veit ekki hvað ég er að gera vitlaust vegna þess að ég tek strætó eða hjóla/labba- borða lókalt og ekki pínd dýr (nánast grænmetisæta nema þegar litlu lömbin eru annars vegar) og samt þarf 4 jarðir fyrir mig! Kannski mismuna þessir prófasemjarar fólki í Fossvoginum! SAMSÆRI...
Skrifa ummæli
<< Home