Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

miðvikudagur, maí 02, 2007


Getraun í tilefni maíkomu


Hver sagði og af hvaða tilefni?

Ég játa! Ég stal fjólubláum tvinna! Ég skal aldrei stela. Það er ljótt!


Svar óskast sem fyrr, merkt einkamál. Myndin gæti verið vísbending, eða ekki.

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er væntanlega annað hvort Rassópúlos eða hinn gaurinn sem fékk sannleikslyf í Flugrás 707 til Sidney. Þegar þeir játuðu ýmsar syndir sínar.

2:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta átti að sjálfsögðu að vera Flugrás 714 til Sydney.

2:15 e.h.  
Blogger Smali said...

Neibb, hvorki var það Rassópúlos né Carreidas, né nokkur annar í þeirri góðu bók Flugrás 714 til Sidney.

3:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

eg aetla ad skjota a Jesum Krist, thegar hann stal fjolublaum tvinna.

3:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nú, var það þá Steinríkur, eða máske Sjóðríkur. Ég mun halda þeirri reglu að giska á tvo í hverju svari.

5:21 e.h.  
Blogger Smali said...

Nei, ekki var það heldur neinn sem ber nafn sem endar á -ríkur.

5:49 e.h.  
Blogger Sævar Jökull Solheim said...

Rantanplan?

9:27 f.h.  
Blogger Smali said...

Þetta þokast.

10:31 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er Ibbi Dalton í Sálarháska Dalton bræðra. Hann stal fjólubláum tvinna í hannyrðaverslun til að klára útsauminn sinn.

3:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvusslags svindl er þetta. Kallinn spyr og kella svarar! SVINDLLLLLLL! Er bókin kannski á náttborðinu hjá ykkur? Hvað er í verðlaun.

4:00 e.h.  
Blogger Smali said...

Öhmm, þetta var rétt svar hjá frúnni, en tæknilega má gefa Kjarra rétt - Ibbi iðraðist og Jesú tók jú á sig allar syndir að tvinnaþjófnaðinum meðtöldum. Um staðsetningu þessarar bókar í húsi mínu vil ég ekki tjá mig. Verðlaunin eru gönguferð á söguslóðir Sona Raspútíns með þreytandi fylgdarmanni svo líklega prísa margir sig sæla með að hafa ekki unnið.

4:37 e.h.  
Blogger Kjartan said...

Ég vann og ég mun innheimta mína gönguferð. Er ekki karókíbar á söguslóðunum?

5:00 f.h.  
Blogger Sævar Jökull Solheim said...

Mig grunaði einmitt að verðlaunin yrðu þessi þannig að ég ákvað að leiða aðra þátttakendur inn í Lukku láka sögurnar og láta þar við sitja

9:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home