Doh
Samkvæmt netmiðlinum visir.is stendur til að talsetja Simpsons kvikmyndina á íslensku. Slúðurheimildirnar segja Örn Árnason líklegastan til að hreppa hlutverk Hómers. Ég get ekki sagt að ég sé spenntur fyrir þessu, ég vil ekki vera minntur á Spaugstofuna þegar ég horfi á þessa dásamlegu fjölskyldu. Horfi frekar á myndina á ensku.
4 Comments:
...enda ert þú líklega nokkuð læs og jafnvel liðtækur í engilsagnesku... annað en krakkagemlingar landsins.
Annars held ég að sterkasti leikurinn væri að gera eins og í strumpunum og láta ladda tala fyrir alla :)
Dóttir mín er sjö ára og hún lærði ensku nær eingöngu með því að horfa á Simpsons, en ég hef ekkert á móti talsetningum fyrir börn. Ég er bara með ógeð á Erni Árnasyni og ríkisreknu vinum hans og vil ekki að hann sé spyrtur saman við Hómerinn minn.
Þetta er ofureinfalt reikningsdæmi: auðvitað á Kjartan Bjargmundsson að tala fyrir Hómer. Auðvitað á Kjartan Bjargmundsson að tala fyrir alla, alltaf.
Hvað áttu við? Kannski tekst honum að koma smá Númatöktum inn í þetta. Það væri nú gaman. Ó já.
Skrifa ummæli
<< Home