Betri helmingurinn...
...var og er nafn á vinsælum bókaflokki sem gefinn var út í tonnatali á árum áður. Í þessum bókum sögðu eiginkonur þekktra íslenskra karla frá lífi sínu við þvotta- og eldavélar framagjarnra karla. Ég auglýsi hér með eftir karlkyns viðmælendum í nýjan en þó áþekkan bókaflokk sem mun að sjálfsögðu heita Verri helmingurinn. Áhugasamir geta nálgast mig gegnum kommentakerfið.
4 Comments:
ég vil fá að vera í bókinni.
Ég vil vera með. Ég þoli ekki að konan mín sé orðin frægari en ég.
Eftir að hafa staðið í skugga konu minnar í áraraðir er ég nú til viðræðu um að ég skríði úr skel minni stundarkorn og láti ljós mitt skína.
Ég veit það verður erfitt, en ég held ég sé tilbúinn. Hlédrægnin og feimnin eru einfaldlega hlutir sem ég verð að vínna bug á.
Ísland er greinilega fullt af spaugsömum náungum, kannski eru allir sem tjá sig hérna félagar í hinum dularfulla hópi gárunga?
Skrifa ummæli
<< Home