Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

miðvikudagur, október 11, 2006

Í bakkafullan lækinn?

Íþróttafréttamenn eru merkilegur söfnuður. Þeir virðast margir hverjir þjakaðir af minnimáttarkennd gagnvart starfi sínu og reyna því að hefja það upp með því að vefja umfjöllun sína í búning skrautyrða sem mörg hver eru hvimleið. Þó umfjöllun af þessu tagi sé ekki ný af nálinni, verð ég að minnast sérstaklega á eitt atriði. Orðskrípin sóknarlega og varnarlega hafa rutt sér til rúms í allri umfjöllun hin síðari ár og eru mjög til vansa. Lið sem hafa á að skipa góðri vörn eða sókn eru þannig varnar eða sóknarlega sterk. Þetta er vesældarleg tilraun til að gera mikið úr litlu og leggst þessi ósiður vonandi af sem fyrst. Annað sem vert er að benda á fyrst út í þessa sálma er farið er að þegar leikmaður á skot sem hittir ekki markið brennir hann af. Ef markvörður ver vítaspyrnu brennir skotmaðurinn ekki af. Og enginn lætur verja hjá sér heldur. Það er móðgandi fyrir sérhvern markvörð sem ver vítaspyrnu og skotmanninn einnig. Enginn vítaskytta lætur verja hjá sér.
Góðar stundir.

4 Comments:

Blogger magzterinn said...

haha snilld....já þetta er bara sér species útaf fyrir sig ;) en já ertu að tala um myndirnar af ykkur??

1:56 e.h.  
Blogger magzterinn said...

haha snilld....já þetta er bara sér species útaf fyrir sig ;) en já ertu að tala um myndirnar af ykkur??

1:56 e.h.  
Blogger Smali said...

Jebbs, af okkur

2:05 e.h.  
Blogger magzterinn said...

heyrðu já ég skal bara redda því ;) nenniru að senda mér meil á magzter83@hotmail.com svo ég sjái meilið þitt?

4:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home