Þessi frétt í Fréttablaði dagsins vakti athygli mína fyrir myndatextann sem fylgdi henni. Svo virðist sem tískuhönnuðurinn Yves Saint Laurent hafi fengið hjartaáfall á götu í París og „setti það svartan blett á tískuvikuna sem stendur hátt um þessar mundir“ segir í blaðinu. Hvílíkt tillitsleysi hjá hönnuðinum heimsþekkta. Persónulega hélt ég að það væri hegðun sem gæti sett svarta bletti á uppákomur en ég veð greinilega í villu og svíma.
1 Comments:
Virkilega gaman að sjá að Smali hefur ákveðið að nýta sér margmiðlun til að miðla málum. Til hamingju með það.
Skrifa ummæli
<< Home