Getraun
Í gær hefði Hergé, höfundur Tinnabókanna, orðið 100 ára ef honum hefði haldist betur á heilsunni. Af því tilefni finnst mér nauðsynlegt að birta þessa getraun, sem er í þremur liðum.
Í fyrsta lagi vil ég vita hver myndatextinn á að vera, í öðru lagi vil ég vita úr hvaða bók þetta er og í þriðja lagi þarf að koma fram hvaða vöru er verið að auglýsa.
6 Comments:
1.
Gaurinn í sjónvarpinu:
Það gerðist fyrst í fyrra að ég náði honum ekki upp lengur upp og konan yfirgaf mig
Kolbeinn:
Hoppandi Halakörtur!
2. Tinni og kynvillingarnir
3. Viagra
?
Þetta er allt of erfitt
Úff. Var hann ekki að auglýs Loch Lomond?
Ef ég man rétt þá var það í bókinni sem Vandráður eitraði fyrir honum, var það ekki Svarta gullið?
Hins vegar er sjónvarpið svo sixtís framúrstefnulegt að það gæti bent til þess að þetta væri Tinni og Pikkarónarnir, eða Leynivopnið.
Þetta er ekki mjög ákveðið svar hjá þér Kolbeinn. En Loch Lomond Viskí kemur vissulega til greina, sem og Viagra.
Helvítið ætlarðu að vera harður.
A: "Þegar ég er þreyttur og þunnur fæ ég mér Loch Lomond." Kolbeinn: "Þú getur trútt um talað!"
B: Tinni og Pikkarónarnir.
C: Loch Lomond.
Eins og sjá má er svarið komið inn á myndina. Loch Lomond viskýið er svo að sjálfsögðu hin auglýsta vara og bókin Tinni og Pikkarónarnir.
Skrifa ummæli
<< Home