Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

þriðjudagur, maí 08, 2007


Tilviljanir???


Ég var að skoða heimasíðu Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Nær allar fréttir á síðunni segja frá undirritunum samkomulaga um hitt og þetta síðustu dagana, stundum tvisvar á dag. Aðra mánuði eru samkomulög undirrituð mun sjaldnar, en auðvitað heldur enginn því fram að undirritanir sem þessar séu geymdar fram að síðustu dögum fyrir kosningar. Hlýtur það ekki að vera helber tilviljun að Siv Friðleifsdóttir sjáist rita undir nýtt samkomulag í hverjum fréttatíma?
Ég yrði samt ekkert hissa þó hún ætti eftir að undirrita að minnsta kosti einn samning á dag fram að kosningum og öll skiptin rata í fréttir.
Dæmi:

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bara að kommenta aðeins þetta próf þarna lengra niðri. Tók það nefnilega núna. Kom nokkuð betur út úr því en þú, bara 2,8 jarðir. En það sem ég verð að segja er að mér finnst dálítið undarlegt að ein af spurningunum er hvort að maður hafi rafmagn í húsinu sínu, en svo spyrja þeir hversu marga lítra bílinn minn noti á 100 Km. Það er sem greinilega sjálfsagðara að eiga bíl en að hafa innlagt rafmagn......eða??

6:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Skemmtu þér þá við þetta vinur

http://www.siv.is/i_mynd/myndir.lasso?id=10479

11:51 e.h.  
Blogger Smali said...

He he. Þær eru ekki miklar vinkonur, Siv og Una

12:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hún drekkur alla vega hratt úr glasinu sínu.

9:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er nú aðallega fegnastur því að hún náði ekki að lyfta pilsinu ofar.

9:36 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Daginn eftir að þú settir þetta inn er sama mál á forsíðu DV. Ertu kannski að vinna þar?

1:25 e.h.  
Blogger Smali said...

He he, nei Ég vinn ekki á DV. Smali er opinber starfsmaður.

2:44 e.h.  
Blogger Sævar Jökull Solheim said...

"Ég var að skoða heimasíðu Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins"
...what?! ...why!?

3:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home