Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

þriðjudagur, maí 29, 2007

Vísir punktur is keyrir núna auglýsingaherferð sem gengur út á að á vef þeirra séu settar fleiri fréttir en á Moggavefinn. Magn er ekki það sama og gæði, vefurinn er aldrei fyrstur með fréttirnar og yfirleitt er allt sem á honum má finna það sem maður las með morgunkaffinu í Fréttablaðinu. Ég þekki engan sem kíkir fyrst inn á Vísi ef stórmerki verða í heiminum.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Auðvitað ekki, enda væri það hreinn fávitaskapur. Allir vita að til að fá fyrstu fréttir af stórmekjum fer maður inn á skessuhorn.is

4:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég þekki heldur engan sem fer inn á vef Smala til að fá heitustu fréttir. Þar fær maður ekki einu sinni svör við tilgátum sínum í getraunum sem Smali sjálfur stendur fyrir!

3:00 e.h.  
Blogger Smali said...

Öhm, Smali gefur sig náttúrulega ekki út fyrir að vera fréttavefur. Og svarið hlýtur að vera rangt ef engin eru viðbrögðin. Bókin og varan voru reyndar rétt, en tilvitnunin ekki.

3:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Svarið rangt!!! Bók og vara rétt, tilvitnun ekki! Tvö af þremur og þögnin ein ríkir! Tekst mér að ljúka öllum setningum með upphrópunarmerki? Nei augljóslega ekki!

Meatloaf hinn eini og sanni söng Two out of three aint bad! Smali ætti að taka sér þá lífsspeki til fyrirmyndar!

3:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home