Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

föstudagur, júní 08, 2007

Grindhvaladráp í Kópavogi

Sem sérlegur áhugamaður um Kópavoginn fannst mér gaman að komast í bók sem Bókasafn Kópavogs gaf út fyrir skemmstu og heitir Minningabók Kópavogsbúa. Þar er að finna eftirfarandi minningu frá íbúa í vesturbænum: "Það var mikið af hvalbeinum í fjörunni fyrir neðan Sæból fyrstu árin okkar þar. Voru þetta leifar af grindhvalagöngu sem gekk þar á land í október árið 1934. Faðir minn var í atvinnubótavinnu skammt frá og lenti því í hvaldrápinu með mörgum öðrum. Það voru um sjötíu hvalir drepnir þarna í miklu blóðbaði. Það yrði litið öðruvísi á svona hvalaslátrun í dag, en þetta var mikil búbót á kreppuárunum."

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ojbara

10:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home