Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

miðvikudagur, október 18, 2006



Þegar mér er mikið mál...

Eftir 17 ára hlé hefja Íslendingar nú hvalveiðar á ný. Að mínu mati er það röng ákvörðun, algerlega burtséð frá því hvað vísindastofnanir segja um stofnstærðir. Við tókum einfaldlega of langa pásu og nú er of seint að snúa við. Viðhorfið til hvalveiða hefur breyst, ekki bara í útlöndum, heldur líka hérna heima. Það er kjánalegt að standa á sínu í þessu máli, hafandi lúffað fyrir stórþjóðunum í Íraksmálinu. Við erum ekki að standa á rétti okkar þó við veiðum hvali. Við erum að míga í skóna okkar.

1 Comments:

Blogger Björkin said...

Ég er svoooo sammála þér og finnst að nær væri að hefja veiðar á vitlausum stjórnmálamönnum í staðinn í efnahagsskyni. Ég er viss um að stjórnarandstaðan myndi borga alveg þúsundkall fyrir að standa uppi í stafni á svoleiðis kvalabát. Svo eru vitlausir stjórnmálamenn ekki í útrýmingarhættu og með miklu minni heila en hvalirnir. Að lokum má nefna að það þarf ekki að draga þá hálfdauða upp í hvalstöð því sprengiskutullinn sér um hræið á staðnum. Bara pæling sko...

11:37 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home