Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

laugardagur, október 14, 2006



Tímaskekkja

Samtök herstöðvaandstæðinga (SHA) eru dugleg að senda frá sér ályktanir og hafa unnið mikið og oft gott starf gegnum tíðina. Samtökin halda einnig úti ágætri heimasíðu og gefa stundum út fréttabréfið Dagfara. Eitt truflar mig samt í kjölfar þróunar mála hér á landi og það er nafn samtakanna. Nú er enginn her hérna lengur en meginmarkmið samtakanna hefur alltaf verið herlaust Ísland. Það markmið hefur nú náðst þó ekki hafi brottförina borið að með þeirri reisn sem við hefðum óskað. Við erum reyndar ennþá í NATO, en annað megin markmið SHA og forvera þeirra síðustu hálfa öld hefur einmitt verið að losna þaðan, svo enn er nóg að berjast gegn. Er það vel, sem og allur friðarboðskapur þeirra.
En í guðanna bænum, skiptið um nafn!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Smali

Rakst á síðuna þína í gegnum tengilinn. Þakka hlýleg orð í okkar garð.

Sem formaður SHA bendi ég þér á að fylgjast með síðunni okkar því um miðjan nóvember verður aðalfundur - þar sem einmitt verður rætt um nafnamál félagsins. Allar góðar hugmyndir vel þegnar.

Við bendum samt á að við erum ekki Samtök herstöðvaRandstæðinga heldur Samtök herstöðvaandstæðinga - í fleirtölu. Við erum því líka á móti herstöðvum í útlöndum.

Kv,
Stefán Pálsson
formaður SHA

10:10 e.h.  
Blogger Smali said...

Sæll sjálfur Stefán og þakka þér innleggið.
Gott að heyra að samtökin séu að velta nafnamálum fyrir sér.
Ég hef aldrei haldið að þið væruð meðmælt öðrum herstöðvum. Ég þekki muninn á eintölu og fleirtölu.

2:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Reynt var að skipta um nafn á síðasta aðalfundi samtakanna, en þá kom í ljós að nafnið var of mikið tilfinningamál fyrir fólk sem hafði staðið í baráttunni áratugum saman... eða eitthvað þannig. Þá var talað um Friðarsamtök Íslands.

Ég hef heyrt fleiri hugmyndir sem eru fínar, t.a.m. Samtök hernaðarandstæðinga. Þetta er að mörgu leyti ágætis hugmynd, heldur SHA skammstöfuninni t.d.

4:49 e.h.  
Blogger Smali said...

Samtök hernaðarandstæðinga er hið fínasta nafn.

8:48 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home