Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

miðvikudagur, október 25, 2006

Íþróttafréttamenn...

...tala oft um að knattspyrnumaður fullkomni þrennuna, þegar viðkomandi leikmaður skorar þrjú mörk í leik. Eru tvö mörk þá ófullkomin þrenna? Þetta er algjörlega fáránlegur talsmáti. Annaðhvort skorar maður þrennu eða ekki.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bezt ég fullkomnni svarið og þakki þér fyrir að halda íþróttafréttamönnum við efnið, ekki veitir af.

2:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sniðugir þessir íþróttafréttamenn. Var hins vegar um daginn að spá í um daginn hvernig ég(eða þú eða Kobbi) yrði sjálfur ef ég hefði 90 mínútur til þess að blaðra fyrir alþjóð um menn sparkandi bolta á milli sín. Mér finnst það ekkert sértaklega spennandi tilhugsun en mér finnst að þessir haukar blandi sér Ekki þarf ég mann við hliðina á mér þegar ég fer á völlinn, æpandi og öskrandi um hver er með boltann í það skiptið :)

5:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Úps, átti að vera: Mér finnst það ekkert sértaklega spennandi tilhugsun en mér finnst að þessir haukar blandi sér of mikið í útsendinguna...

5:45 e.h.  
Blogger Smali said...

Við völdum okkur náttúrulega ekki að vinna við þetta. En aðrir gera það og bera ábyrgð. Þeir mættu tala minna og lægra, en fyrst verið er að borga þeim laun, er frekar ömurlegt að finnast MUTE takkinn oft betri kostur en öskrin og ambögurnar.

11:47 e.h.  
Blogger Björkin said...

Er ekki bara málið að fá málfarsráðunauta Ríkisútvarpsins til að sjá um íþróttalýsingar? Ég myndi að minnsta kosti sýna útsendingunum meiri áhuga ef sportistarnir væru eins og Árni Böðvarsson í lýsingum á hinni tilgangslausu hringavitleysu sem formúlan er: "Piltarnir hjá Ferrari hægðu ekki á sér með þeim afleiðingum að hjólbarðarnir sprungu".

2:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Spurning hvort Nördarnir á Sýn taki ekki yfir lýsingar þegar þeirra eigin þáttur lýkur göngu sinni.

2:51 e.h.  
Blogger magzterinn said...

hahaha já þeir eru snillingar þessir íþróttafréttamenn....eg get skemmt mér endalaust yfir vitleysunni sem vellur upp úr þeim.... gleymi því samt ekki þegar þeir fóru að rífast í einni HM útsendingunni.... Annar þeirra vildi meina að það hefði átt að vera víti eða e-ð og hinn var ekki sammála, sem endaði með rifrildi í beinni!!! Já það voru góðar stundir ;)

2:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home