Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

þriðjudagur, júní 12, 2007

Dave Berg, ein af hetjum æsku minnar fæddist þennan dag 1920. Berg var einn af teiknurum MAD Magazine og taldist frekar raunsær teiknari miðað við t.a.m. Al Jaffee, Sergio Aragones og Don Martin.
Áður en Berg sló í gegn með myndaröðinni "The Lighter Side" stundaði hann nám í listaskóla og vann með hinum goðsagnakennda Stan Lee hjá Timely Comics (Marvel Comics í dag) að allra handa ofurhetjuteiknimyndasögum. Berg hóf störf hjá Mad 1956 og fimm árum síðar birtist fyrsta "Lighter Side" myndaröðin, en þær gerðust yfirleitt í hversdaglífinu. Sögurnar byggðu oftar en ekki á fjölskyldumeðlimum Bergs og hann var ekki undanskilinn, hinn tuðgjarni Roger Kaputnik byggðist á persónu hans sjálfs. Berg starfaði hjá Mad um 40 ára skeið og sögur hans komu út í þó nokkrum söfnum í pappírskiljum. Berg lést á þjóðhátíðardegi Norðmanna 2002 eftir langa baráttu við krabbamein.
Hér er dæmigerð myndaröð eftir Dave Berg:


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home