Skerfarinn greip skammbyssuna
og skellti mér upp á hryssuna...
Eitt er það orð sem einhverra hluta vegna hefur ekki ratað í orðabækur, þrátt fyrir að hafa verið notað í íslensku í 30 ár. Hér er um nafnorðið skerfari að ræða. Þetta orð, sem er fyrst og fremst hljóðlíking enska orðsins Sheriff (fógeti, lögreglustjóri og fleiri þýðingar ná ekki alveg sömu hæðum og skerfari), dúkkaði fyrst upp í Lukku-Láka bókunum sem Fjölvi gaf út. Það er grunur minn að Þorsteinn Thorarensen sé orðsmiðurinn, þar sem hann þýddi meirihluta Lukku-Láka bókanna. Það er líka til í fallegum samsetningum á borð við skerfarastjarna (sjá mynd til hliðar). Hvað sem því líður ætti skerfari hiklaust að detta inn í íslenskar orðabækur, enda eitursvalt orð.
1 Comments:
Ég er sammála þessu.
Skrifa ummæli
<< Home