Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

miðvikudagur, júní 24, 2009

Áreiti

Ég er með merkingu í símaskránni sem á að aftra símasölumönnum frá því að hringja í mig. Samt var hringt í mig þegar ég var í sumarbústað um daginn til að bjóða mér áskrift að Stöð tvö og svo seinna í sömu viku að Morgunblaðinu (ekki það að sölumenn landsins viti hvenær ég er í sumarbústað eða ekki, það jók bara á minn pirring).
. Í gærkvöldi var hringt í gemsann minn. Í símanum var ungur maður sem sagðist heita Davíð eða Daði og vera að hringja frá DV. Samtal okkar var einhvern veginn svona:
Sæll, ég heiti Davíð og hringi frá DV. Hvað segirðu gott?
Hvað segi ég gott? Ertu að hringja til að spyrja mig að því?
Ehhh, nei, ég ætlaði að bjóða þér tilboð á DV.
Jæja, já. Ég hef bara engan áhuga á neinum tilboðum. Vertu sæll.
Lengra varð það samtal ekki. Fimm mínútum síðar vill hinsvegar svo til að síminn hringir aftur. Sami drengur er í símanum og fer með sömu rulluna. Ég stöðva hann í miðju orði og þá segir hann: Ó, var ég búinn að hringja í þig?
Já segi ég og spyr hann hvers vegna hann sé að hringja í mig í annað sinn mér til ónæðis þrátt fyrir merkinguna í símaskránni.
Ég má hringja í þig því þú ert á listanum mínum.
Nú, hvaða listi er það?
Það er svona listi frá DV afþví þú ert fyrrverandi áskrifandi.
Ég hef aldrei verið áskrifandi að DV og þó ég hefði verið það breytir það engu með leyfi til að ónáða mig.
Jú, því þú ert á listanum mínum.
Þá skellti ég á.

föstudagur, júní 05, 2009



Það er einkennilegt að þegar fjölmiðlar fjalla um Susan Boyle er alltaf sagt að hún hafi tapað í hæfileikakeppninni Britain´s got talent, en þar varð hún í öðru sæti. Á sama tíma er verið að kynna heimildamyndina Gott silfur gulli betra um "sigur" handboltalandsliðsins og svo vann Jóhanna Guðrún náttúrulega annað sætið í Euróvisjón. Ekki er sama hvort það er útlendingur eða Íslendingar sem fjallað er um.
Fyrst minnst er á Boyle, þá væri gaman að sjá hvernig afkvæmi þessara tveggja hérna uppi myndi líta út.

miðvikudagur, júní 03, 2009

Blogg er deyjandi iðn. Eins og steinhleðsla og járnsmíði.

mánudagur, maí 25, 2009

Ég gekk áðan fram hjá grútskítugum bíl. Einhver hafði verið svo sniðugur að krota í drulluna: "I wish my wife was this dirty".

mánudagur, maí 18, 2009

mánudagur, apríl 27, 2009

Kolbrún Halldórsdóttir

Umhverfis ráðherra á 80 dögum

miðvikudagur, apríl 22, 2009

Laxness um reykingar kvenna

Og hverju var hún að bættari þótt hún neytti ekki tóbaks? Tóbaksnautn sakar ekki fremur konur en karla. Fólk nær jafnháum aldri og heldur eins góðri heilsu þótt það reyki! Og það er síst lakari dægrastytting en að falda bollaþurrkur eða hekla í koddaver...

HKL 1923