Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

miðvikudagur, febrúar 11, 2009

Ég heyrði á spjall sérfræðings í uppeldismálum og útvarpskonu á leiðinni í vinnuna. Þau höfðu gríðarlegar áhyggjur af því að nú væru börn og unglingar alveg hætt að horfa á sjóvarpið. Þau væru bara á netinu og horfðu á þætti og bíómyndir þegar þeim sýndist í stað þess að bíða eftir að viðkomandi efni væri á dagskrá. Þegar ég var yngri hafði eldri kynslóðin áhyggjur af að sjónvarpið kæmi í veg fyrir bóklestur yngri kynslóðarinnar. Þessar áhyggjur eru hins vegar bara djók. Hvað er slæmt við að horfa ekki á sjónvarpið?