Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

föstudagur, maí 30, 2003


Hér er textabrot sem á alltaf við:

Það er allt að verða vitlaust,
og allt úr skorðum fer,
afi orðinn amma mín
og jól í október...
Þetta er brot úr einum besta dægurlagatexta sögunnar, sem fluttur var af handboltalandsliðinu á ofanverðri 20. öld. En nú er komin fram á sjónarsviðið hljómsveit sem gæti hæglega
velt þessu meistaraverki úr sessi og má sjá hér til hægri.
Þetta er eðlilega mikið snillingaband með valinn mann í hverju rúmi,
eins og handboltalandsliðið á sínum tíma.
En svo má snúa sér að öðru, t.d. er sumarið komið og sólin skín nær daglega, öllum til gleði nema þeim sem vinna á illa loftræstum skrifstofum. Smali er einn af þeim og telur að skortur á fersku lofti sé helsta ástæða þess að hann er ekki að lenda í handtökum fyrir fjárdrátt, loftleysið hefur lamað heilann svo engar sniðugar undanskotshugmyndir hafa komið upp. Sem er kannski ágætt, því illa loftræst skrifstofa er öllu betri en illa loftræstur fangaklefi.