Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

föstudagur, október 24, 2008


"Ef maður vill hætta að reykja, þarf maður fyrst að byrja að reykja" segir konan mín. Sjálfur er ég hópsál og því vonast ég nú eftir að hún byrji sem fyrst, svo við getum hætt saman. Þá myndu allir dást að því hversu samhent hjón við værum.

miðvikudagur, október 22, 2008


Algjört svindl!!!

Ég var að koma heim frá Svíþjóð. Fór bæði á nokkra veitingastaði og í búðir og talaði hátt og mikið á íslensku um að ég væri íslenskur. Allt kom fyrir ekki. Það var enginn sem henti mér neinsstaðar út eða æpti á mig ókvæðisorð. Ekki einu sinni þegar ég fór á pöbbarölt dulbúinn sem Geir Harði.