Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

laugardagur, mars 10, 2007


Vangavelta


Oft heyrist sagt að einhver sé "ríðandi eins og rófulaus hundur útum allan bæ". Mig langar að forvitnast hjá hundafróðu fólki: Eru rófulausir hundar graðari eða lauslátari en aðrir hundar?

fimmtudagur, mars 08, 2007

Það er alltaf gaman að upplifa nýja hluti. Í dag varð ég vitni að því í fyrsta sinn á ævinni að sjá fullorðinn karlmann fara í sleik við bók sem hann var hrifinn af. Það var sérlega skemmtilegt.

þriðjudagur, mars 06, 2007

Ég hef lengi átt mér þann draum að fá að verða gamall, en það er víst ekkert sjálfgefið. Ef af því verður er stefnan hinsvegar að verða alveg eins og herramaðurinn hægra megin á myndinni. Félagi minn stefnir ótrauður á hinn. En hvað skyldu þessir herrar heita? Og hvor heitir hvað?

sunnudagur, mars 04, 2007

Ef eitthvað er að marka fréttirnar á Stöð tvö er núna árið 1997. Þeir sögðu allavega fullum fetum rétt áðan að Guðmundur Stephensen hefði orðið Íslandsmeistari í borðtennis fjórða árið í röð um helgina. Rúv sagði fjórtánda árið í röð. Hvorum miðlinum treystið þið?