Það virðist vera ansi algengt í bíómyndum ef barn er í burðarhlutverki að það sé leikið af tvíburum. Ef það eiga að vera tvíburar í mynd, hljóta þeir þarafleiðandi að vera leiknir af fjórburum.
Doh Samkvæmt netmiðlinum visir.is stendur til að talsetja Simpsons kvikmyndina á íslensku. Slúðurheimildirnar segja Örn Árnason líklegastan til að hreppa hlutverk Hómers. Ég get ekki sagt að ég sé spenntur fyrir þessu, ég vil ekki vera minntur á Spaugstofuna þegar ég horfi á þessa dásamlegu fjölskyldu. Horfi frekar á myndina á ensku.