Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

laugardagur, apríl 14, 2007

Íslandsmeistari

Í dag varð ég Íslandsmeistari í skrúðgöngu með frjálsri aðferð. Ég vil nota tækifærið og óska mér til hamingju.

föstudagur, apríl 13, 2007


Hmmm...



Það virðist vera ansi algengt í bíómyndum ef barn er í burðarhlutverki að það sé leikið af tvíburum. Ef það eiga að vera tvíburar í mynd, hljóta þeir þarafleiðandi að vera leiknir af fjórburum.

fimmtudagur, apríl 12, 2007

R.I.P.

"True terror is to wake up one morning and discover that your high school class is running the country."

Kurt Vonnegut

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Doh
Samkvæmt netmiðlinum visir.is stendur til að talsetja Simpsons kvikmyndina á íslensku. Slúðurheimildirnar segja Örn Árnason líklegastan til að hreppa hlutverk Hómers. Ég get ekki sagt að ég sé spenntur fyrir þessu, ég vil ekki vera minntur á Spaugstofuna þegar ég horfi á þessa dásamlegu fjölskyldu. Horfi frekar á myndina á ensku.