Ask Cecil
Ég hef átt í löngu og upplýsandi sambandi við hina stórskemmtilegu heimasíðu http://www.straightdope.com/ en þar er reynt að svara öllum þeim spurningum sem öðrum svargefandi síðum dettur ekki í hug að reyna að svara. Þarna má finna svörin við öllum asnalegustu spurningum sem fólki dettur í hug, t.a.m. hvort Jimmy Carter hafi séð fljúgandi furðuhlut og svo klassíska spurningin "Ef Plútó er hundur, hvað er Guffi þá?" Mér finnst reyndar skítt að enn hef ég ekki fengið svar við spurningunni minni um hversu margir leikarar (gróflega áætlað ef ekki vill betur) hafa leikið forseta Bandaríkjanna í amerískum kvikmyndum. Kannski eru þeir bara svona lengi að telja, spurningin barst þeim nú ekki fyrr en 1999. Þetta er verk sem hlýtur að taka minnst áratug.