Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

föstudagur, október 06, 2006


Ammmmæli

Smali á afmæli í dag og eins og alltaf þegar tímamót eru annars vegar er rétt að þykjast ætla að verða nýr og betri á einhvern hátt. Þessvegna er tekið til við að blogga eftir gríííííðarleg hlé sem tók við af öðru hléi. Svona er nú einfaldlega smalaeðlið.
Smali endist ekki yfir sjónvarpinu, fyrir mér eru þættir eins og So You Think You Can Dance og Biggest Loser álíka spennandi og það væri fyrir meðaljóninn að horfa á "Leitin að besta bassaleikaranum". Það hlýtur að vera betra að ausa úr höfðinu á sér en að láta sjónvarpið ausa það fullt af drasli. Smali vill svo sem ekki vera með miklar yfirlýsingar um hvað verður hér, en vonar að hann verði ekki tekinn hátíðlega (er það ekki að gera það með presti?). Sjáum til hvort það gerist eitthvað sem vekur áhuga og látum hverjum degi nægja sína tjáningu.