Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

miðvikudagur, nóvember 29, 2006


Sekúndurnar tifa...

...er frasi sem oft heyrist þegar líður að lokum ýmissa kappleikja. Algjörlega óþolandi setning sem sendir aulahroll eftir öllum líkamanum. Sekúndur líða. Klukkur tifa. Hér hægra megin er Adolf Ingi Erlingsson (Dolli) sem er af mörgum grunaður um að hafa fundið þennan frasa upp.

mánudagur, nóvember 27, 2006

Samtök hernaðarandstæðinga...

...er nýtt nafn á fyrrum Samtökum herstöðvaandstæðinga. Þetta er hin prýðilegasta breyting og endurspeglar vel þá starfsemi sem fram fer innan félagsskaparins. Sama skammstöfun, SHA. Gott mál. Ekki var síður ánægjulegt að fylgjast með dugnaðinum við að vekja athygli á málstaðnum um helgina.