Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

föstudagur, janúar 12, 2007


Magni skilinn!!!

Magni Sæmundsson, Evrópumeistari í pípulögnum, og eiginkona hans, Friðmey Berndsen, hafa tekið þá sameiginlegu ákvörðun að skilja að borði og sæng. Að sögn Hrannars Péturssonar, upplýsingafulltrúa parsins, er ákvörðunin tekin af þeim báðum í sameiningu í kjölfar mikilla breytinga sem urðu á högum Magna í fyrra í kjölfar sigursins í Evrópukeppninni í Devon á Englandi. Þau hyggjast deila forræði yfir Poodletíkinni Queenbitch og ætla að reyna að láta skilnaðinn bitna sem minnst á henni. Það gæti þó reynst erfitt fyrir Magna, en eins og alþjóð veit hyggst hann reyna fyrir sér hjá einum þekktasta pípulagningameistara Finnlands, Lasse Nuurmi, og verður því á ferð og flugi næstu mánuði. Hér fyrir ofan eru Friðmey og Magni meðan allt lék í lyndi.

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Pínku getraun í tilefni þess að það er miðvikudagur víðsvegar um heiminn.

Hver sagði þetta, við hvern og hvaða nafn vantar í setninguna?
“Infamous is when you're more than famous! This guy ** ***** is not just famous, he's IN-famous!” ...

Svar óskast sent, merkt Einkamál.

mánudagur, janúar 08, 2007



Afmæli

Í dag eiga tveir eðal tónlistarmenn afmæli. Dame Shirley Bassey er sjötíu ára. Þessi frábæra söngkona er líklega þekktust fyrir að vera eini tónlistarmaðurinn sem hefur sungið fleiri en eitt Bond-lag. Hún hefur sungið þrjú, Goldfinger, Diamonds are Forever og Moonraker.
Snillinn David Bowie hefur nú brugðið sér í gervi sextugs manns. Hann hefur aldrei sungið Bond-lag, en gert flest annað sem hægt er að láta sér detta í hug að einn tónlistarmaður taki upp á. Vonandi eiga þau bæði ánægjulegan afmælisdag. Annars er sorglegt að sjá að bæði mbl.is og visir.is skrifa um feril Bowies, en báðir pistlarnir eru þýddir beint upp úr alfræðibankanum wikipedia.org. Ekki get ég sagt að mér finnist það fyrirmyndarblaðamennska. Elvis Presley fæddist víst líka þennan dag árið 1935 og hefði því orðið 72 ára, en hann kaus frekar að lifa eftir slagorðinu "Better to blow up, than to fade away"