Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

föstudagur, júní 13, 2008




Yndisleg sena úr Bósa sögu




Feitletraða setningin sýnir hvað kvennabaráttan hefur skilað miklu.




Um kveldið var þeim fylgt að sofa, en þegar ljós var slokkið, þá kom Bögu-Bósi þar, sem bóndadóttir lá, og lyfti klæði af henni. Hún spurði, hvað þar væri, en Bögu-Bósi sagði til sín.„Hvað viltu hingað?“ sagði hún.„Ég vil brynna fola mínum í vínkeldu þinni“, sagði hann.„Mun það hægt vera, maður minn?“ sagði hún, „eigi er hann vanur þvílíkum brunnhúsum, sem ég hef“.„Ég skal leiða hann að fram“, sagði hann, „og hrinda honum á kaf, ef hann vill eigi öðruvísi drekka“.„Hvar er folinn þinn, hjartavinurinn minn?“ sagði hún.„Á millum fóta mér, ástin mín“, kvað hann, „og tak þú á honum og þó kyrrt, því að hann er mjög styggur“.Hún tók nú um göndulinn á honum og strauk um og mælti:„Þetta er fimlegur foli og þó mjög rétt hálsaður“„Ekki er vel komið fyrir hann höfðinu“ sagði hann, „en hann kringir betur makkanum, þá hann hefur drukkið“.„Sjá nú fyrir öllu“, segir hún.„Ligg þú sem gleiðust“, kvað hann, „og haf sem kyrrast“.Hann brynnir nú folanum heldur ótæpilega, svo að hann var allur á kafi. Bóndadóttur varð mjög dátt við þetta, svo að hún gat varla talað.„Muntu ekki drekkja folanum?“ sagði hún.„Svo skal hann hafa sem hann þolir mest“, sagði hann, „því að hann er mér oft óstýrinn fyrir það hann fær ekki að drekka sem hann beiðist“.Hann er nú að sem honum líkar og hvílist síðan.Bóndadóttir undrast nú, hvaðan væta sú muni komin, sem hún hefur í klofinu, því að allur beðurinn lék í einu löðri undir henni. Hún mælti:„Mun ekki það mega vera, að folinn þinn hafi drukkið meira en honum hefur gott gert og hafi hann ælt upp meira en hann hefur drukkið?“„Veldur honum nú eitthvað“, kvað hann, „því að hann er svo linur sem lunga“.„Hann mun vera ölsjúkur“, sagði hún, „sem aðrir drykkjumenn“.„Það er víst“, kvað hann.Þau skemmta sér nú sem þeim líkar, og var bóndadóttir ýmist ofan á eða undir, og sagðist hún aldrei hafa riðið hæggengara fola en þessum.