Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

föstudagur, maí 04, 2007

Hmmmm....

Það er eitthvað við hugtakið "ungur framsóknarmaður" sem mér finnst ekki alveg ganga upp. Líklega er hugtakið bara rökvilla.

fimmtudagur, maí 03, 2007

Ég veit ekki alveg afhverju, en stundum stend ég í þeirri trú að ég sé sérlega umhverfisvænn, bara vegna þess að ég fer með fernur og blöð í gáma. Það runnu því á mig tvær grímur þegar ég tók þetta próf og komst að því að ef allir á jörðinni höguðu sér eins og ég, þyrfti 3.6 jarðir til að standa undir þeirri sóun.

miðvikudagur, maí 02, 2007


Getraun í tilefni maíkomu


Hver sagði og af hvaða tilefni?

Ég játa! Ég stal fjólubláum tvinna! Ég skal aldrei stela. Það er ljótt!


Svar óskast sem fyrr, merkt einkamál. Myndin gæti verið vísbending, eða ekki.