Áramót
Um áramót er gríðarlega vinsælt að líta um öxl eins og löggan sé á eftir manni. Árið sem er að kveðja var bara svo óspennandi og leiðinlegt á flestum sviðum að það tekur því ekki. Þegar æsilegustu atburðirnir sem rifjast upp í blöðum eru rokksöngskaraokekeppni í USA, langdregin kveðjustund Halldórs Ásgrímssonar og ölvunarakstur sveitts poppara er líklega betur við hæfi að rifja ekkert upp. Vonandi verður næsta ár aðeins æsilegra. Gleðilegt ár.