Bin Laden styður Bush
Nú hefur Osama Bin Laden lagt lóð á vogarskál til að ýta Bush yfir í forskotið sem hann þarf til að vinna Kerry í kosningunum á þriðjudaginn. Eflaust finnst mörgum það undarlegt, en Smali skilur vel þessa pælingu hjá Bin Laden. Það er einfaldlega miklu auðveldara fyrir venjulegt fólk sem býr ekki í Bandaríkjunum að hata Bandaríkin ef Bush er forseti. Í Bush kristallast allt það sem fólki finnst vera að þessu landi og því er miklu betra að hafa hann áfram. Smali vonar af öllu hjarta að þetta gangi ekki eftir, en líkurnar á að Kerry sigri eru hverfandi úr þessu. Samt hafa allir gott af að láta sig langa.
Bin Laden styður víst líka Arsenal eins og lesa má hér og það finnst Smala ánægjulegt, enda gallharður Tottenham maður. Vonandi heldur Bush líka með Arsenal.