Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

mánudagur, mars 02, 2009

Maður er nefndur Þórlindur og er fyrrverandi starfsmaður Icesave (starf Þórlinds á markaðsdeild Landsbankans fólst meðal annars í umsjá með erlendri markaðssetningu Landsbankans og samskiptum við dótturfélög og erlendar starfsstöðvar). Hann þykist eiga erindi á þing. Grípum niður í þönkum hans:

"Fólk á mínu reki (ég er 32 ára) hefur hingað til lifað við kjöraðstæður þar sem nær allir hafa getað fengið góða vinnu sem í senn hefur séð fólki farborða og fólk hefur leyft sér að gera líka kröfu um að vinna sé skemmtileg og veiti jafnvel lífsfyllingu. Hingað til hafa erfiðir tímar hjá þessum lánsömu kynslóðum sennilega falist í því að þurfa að bíða eftir að nýi bíllinn þeirra komi í umboðið og atvinnuþrefið helst staðið um að velja á milli margra góðra möguleika."

Náungi sem hefur upplifað þennan veruleika síðustu árin á sannarlega erindi á þing. Það myndi ekki veita honum síðri lífsfyllingu en Landsbankavinnan. Er það ekki annars?