Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

fimmtudagur, maí 10, 2007

Geir

Ef ég heyri einhvern reyna einu sinni enn að vera fyndinn með því að vitna í orð Geirs Haarde um sætustu stelpuna á ballinu þá ætla ég að lemja viðkomandi.

þriðjudagur, maí 08, 2007


Tilviljanir???


Ég var að skoða heimasíðu Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Nær allar fréttir á síðunni segja frá undirritunum samkomulaga um hitt og þetta síðustu dagana, stundum tvisvar á dag. Aðra mánuði eru samkomulög undirrituð mun sjaldnar, en auðvitað heldur enginn því fram að undirritanir sem þessar séu geymdar fram að síðustu dögum fyrir kosningar. Hlýtur það ekki að vera helber tilviljun að Siv Friðleifsdóttir sjáist rita undir nýtt samkomulag í hverjum fréttatíma?
Ég yrði samt ekkert hissa þó hún ætti eftir að undirrita að minnsta kosti einn samning á dag fram að kosningum og öll skiptin rata í fréttir.
Dæmi:

Megas
Ég komst að þeirri truflandi niðurstöðu í kvöld að mér brygði meira ef Megas væri orðinn feitur, en ef hann væri allur.