Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

miðvikudagur, október 29, 2008

Giftist ekki hundi

Niðurstöður úr hlýðniprófi frúar og hunds voru að berast í hús. Hvorugt féll. Voffi fékk 8,9 í einkunn en konan 9,8 (skalinn var frá 0-10 svo það liggi ljóst fyrir).
Ég þarf því ekki að giftast hundinum, nema hann taki sig á og fari að krækja í 10 í prófum framtíðar.


Diego

Á þessu herrans ári 48 eftir Maradona hefur goðið verið sett í hlutverk landsliðsþjálfara Argenta. Maradona hefur spreytt sig á þjálfun, en hrökklast jafnóðum í burtu eftir að hafa gert kröfur til leikmanna sinna sem voru þeim knattspyrnulega ofviða, en leikandi léttar í huga snillingsins. Eins og alltaf vona ég að hetjan mín standi sig nú á hliðarlínunni í þetta sinn. Og eins og alltaf á það ekki eftir að gerast.