Smali

Through the Desert on a Horse With No Name

miðvikudagur, maí 23, 2007




Getraun




Í gær hefði Hergé, höfundur Tinnabókanna, orðið 100 ára ef honum hefði haldist betur á heilsunni. Af því tilefni finnst mér nauðsynlegt að birta þessa getraun, sem er í þremur liðum.

Í fyrsta lagi vil ég vita hver myndatextinn á að vera, í öðru lagi vil ég vita úr hvaða bók þetta er og í þriðja lagi þarf að koma fram hvaða vöru er verið að auglýsa.

mánudagur, maí 21, 2007

Stöðugleikinn

Konan mín hefur unnið í Utanríkisráðuneytinu í ríflega þrjú ár.
Bráðlega kemur fimmti ráðherrann til starfa.

Ég sá Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu í IKEA í dag. Þau voru að skoða ruslafötur.

sunnudagur, maí 20, 2007


Bróðir minn næstbesti smakkari í heimi!
Ég montaði mig af því um daginn að litli bróðir minn varð Íslandsmeistari í kaffismökkun. Hann keppti á föstudaginn, 18.maí, á heimsmeistaramóti kaffismakkara í Antwerpen í Belgíu en alls 19 þjóðir tóku þátt. Eftir harða keppni krækti hann sér í annað sætið. Til hamingju með það. Á myndinni hér til hliðar má sjá að litli bróðir (sá minni á myndinni) var byrjaður ungur að þjálfa bragðlaukana með alls konar æfingum.